Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. ágúst 2022 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Kluivert á leið til Fulham á láni frá Roma - Maupay gæti komið frá Brighton
Justin Kluivert í leik með Roma
Justin Kluivert í leik með Roma
Mynd: Getty Images
Hollenski kantmaðurinn Justin Kluivert er að ganga til liðs við Fulham á láni frá Roma. Þá er Fulham einnig í viðræðum við Brighton um franska sóknarmanninn Neil Maupay.

Kluivert er 23 ára gamall og verið samningsbundinn Roma síðustu fjögur ár en hann eyddi síðustu leiktíð á láni hjá franska félaginu Nice.

Hollendingurinn er ekki í plönum Jose Mourinho og hefur félagið gefið honum grænt ljós á að finna sér nýtt félag.

Fulham hefur síðustu vikur verið í viðræðum við Roma og hafa þau komist að samkomulagi um að hann fari á lán til Lundúnarliðsins út þessa leiktíð. Fulham á möguleika á að kaupa hann fyrir 10 milljónir punda á lánstímanum.

Brighton er þá opið fyrir því að selja franska sóknarmanninn Neil Maupay í glugganum.

Maupay er 26 ára gamall og var markahæsti leikmaður Brighton á síðustu leiktíð. Fulham er í viðræðum um kaup á honum en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi.

Everton er einnig með í baráttunni um Maupay.
Athugasemdir
banner
banner