Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. ágúst 2022 15:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar hrósar Arnari og Víkingum - „Virkilega gott að hafa þá eins og þeir eru"
Allt sem þeir gera er vel gert
Allt sem þeir gera er vel gert
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru stórleikir, mikil umfjöllun um þessa leiki og mikið gert úr þeim. Eðlilega, þessi lið hafa haldist saman hönd í hönd undanfarin tvö ár. Vissulega eru Víkingar lið sem er gaman að mæta. Ég held að þetta sé meira bara tilhlökkun að mæta þeim af því þetta eru yfirleitt hörkuleikir."

Þetta sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, spurður hvort að leikirnir gegn Víkingi væru þeir leikir sem menn væru hvað spenntastir fyrir þegar haldið væri inn í tímabilið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

„Víkingar eru mjög gott lið, virkilega gott lið. Ég hef sagt það áður og get sagt það aftur að það er virkilega gott að hafa Víkinga eins og þeir eru. Þeir ýta mönnum áfram, sjá til þess að við séum á tánum alla daga, séum ekki værukærir og kærulausir og halda mönnum við efnið. Allt sem þeir gera er vel gert."

„Það er gott að hafa menn sem ýta manni áfram og halda manni á tánum. Arnar Gunnlaugs og Víkingarnir eru svo sannarlega þannig,"
sagði Óskar. Viðtalið í heild sinni má sjá hér neðst í fréttinni.

Víkingur varð tvöfaldur meistari á síðasta ári og stefnir á að halda báðum titlunum á þessu ári. Breiðablik er hins vegar með átta stiga forskot á Víking á toppi Bestu deildarinnar. Víkingur er í þriðja sæti, á leik til góða og getur minnkað forskotið niður í fimm stig með sigri í leiknum sem liðið á til góða. KA er í 2. sæti deildarinnar.

Bæði Víkingur og Breiðablik fóru í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en féllu þar úr leik í síðustu viku.

Sjá einnig:
Ein fyrstu skilaboðin sem bárust voru frá Óskari
Þjálfarar sem breyta leiknum til hins betra fyrir íslenskan fótbolta
Óskar Hrafn: Leikurinn fær sitt eigið líf þegar Damir fær rautt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner