Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björn nýtti tækifærið með varaliðinu - Ágúst lagði upp tvö
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Getty Images
Ágúst Eðvald lagði upp tvö fyrir varalið Bröndby.
Ágúst Eðvald lagði upp tvö fyrir varalið Bröndby.
Mynd: Bröndby
Miðjumaðurinn Björn Daníel Sverrisson var ónotaður varamaður hjá AGF frá Árósum tapaði 3-2 gegn Horsens í dönsku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag.

Eftir að hafa verið í byrjunarliði AGF í upphafi tímabils hefur Björn Daníel þurft að gera sér það að góðu að vera á bekknum í síðustu leikjum.

Hann byrjaði síðast leik 3. ágúst og kom síðast við sögu með aðalliðinu 24. ágúst. Hann hefur verið ónotaður varamaður í fjórum leikjum þar á meðal leiknum á sunnudag.

Björn fékk að spila með varaliðinu gegn Silkeborg í gær, degi eftir að hafa verið á bekknum hjá aðalliðinu.

Björn nýtti tækifærið með varaliðinu og skoraði fyrra mark AGF í 2-1 sigri gegn Silkeborg. Björn spilaði allan leikinn.

Næsti leikur aðalliðs AGF er um næstu helgi gegn Bröndby. Spurning er hvort Björn fái tækifærið þar.

Hjörtur Hermannsson er á mála hjá Bröndby en hann hefur lítið verið að spila með aðalliðinu á þessari leiktíð og var hann til að mynda ekki í hóp hjá Bröndby í tapi gegn Sönderjyske á sunnudag.

Hjörtur spilaði með varaliði Bröndby í gær þegar það vann 6-0 sigur gegn OB en Ágúst Eðvald Hlynsson var líka á meðal leikmanna Bröndby í leiknum.

Hjörtur stóð sína plikt í vörninni og þá lagði Ágúst upp tvö mörk. Ágúst Eðvald, sem er aðeins 18 ára, byrjaði á bekknum en átti greinilega sterka innkomu.
Athugasemdir
banner
banner
banner