Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Breyttir leiktímar í Meistaradeildinni
Tottenham mætir Inter klukkan 16:55 í dag.
Tottenham mætir Inter klukkan 16:55 í dag.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur leik í kvöld.
Barcelona hefur leik í kvöld.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst í kvöld en breyting hefur orðið á leiktímum þar á þessu tímabili. Tveir leiktímar verða nú á hverju kvöldi í riðlakeppninni en ekki einn líkt og áður.

Tveir leikir á hverjum leikdegi hefjast klukkan 16:55 eða klukkan 17:55 þegar vetrartíminn tekur við í lok október.

Þetta er gert til þess að sýna fleiri leiki í beinni og gefa fótboltaáhugamönnum kost á að sjá fleiri leiki.

Hinir sex leikirnir á hverjum leikdegi hefjast klukkan 19:00 eða klukkan 20:00 eftir að vetrartími tekur við.

Í kvöld eru það leikirnir í B-riðli sem hefjast klukkan 16:55 en þar mætast Barcelona og PSV sem og Inter og Tottenham.

Leikir kvöldsins

A - riðill
19:00 Atletico Madrid - Mónakó (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Club Brugge - Dortmund (Stöð 2 Sport 4)

B - riðill
16:55 Barcelona - PSV (Stöð 2 Sport 3)
16:55 Inter Milan - Tottenham (Stöð 2 Sport)

C - riðill
19:00 Liverpool - PSG (Stöð 2 Sport)
19:00 Rauða stjarnan - Napoli

D - riðill
19:00 Galatasaray - Lokomotiv Moskva
19:00 Schalke - Porto
Athugasemdir
banner
banner
banner