Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Birkir kom ekki við sögu - Öruggt hjá Leeds
Birkir spilaði ekki með Aston Villa.
Birkir spilaði ekki með Aston Villa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leeds er á toppi deildarinnar.
Leeds er á toppi deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Það var ekki bara leikið í Meistaradeildinni í kvöld. Það var einnig leikið í Championship-deildinni á Englandi.

Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknum þegar Aston Villa sigraði Rotherham á heimavelli. Tammy Abraham og Yannick Bolasie skoruðu mörk Aston Villa, en þeir komu báðir til félagsins í sumar.

Aston Villa er í fimmta sæti deildarinnar með 13 stig.

Leeds er á toppi deildarinnar eftir 3-0 sigur á Preston. Marcelo Bielsa að gera flotta hluti.

Leeds er með 18 stig en næst kemur Brentford með 15 stig. Brentford gerði jafntefli við Ipswich.

West Brom og Stoke, sem féllu úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð unnu sína leiki. Stoke vann Swansea, þriðja liðið sem féll úr ensku úrvalsdeildinni, 1-0. Miðjumaðurinn Joe Allen gerði eina mark leiksins.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.

Derby County 0 - 0 Blackburn

Leeds 3 - 0 Preston NE
1-0 Liam Cooper ('37 )
2-0 Tyler Roberts ('74 )
3-0 Tyler Roberts ('82 )

Wigan 2 - 1 Hull City
1-0 Sam Morsy ('21 )
2-0 Josh Windass ('38 )
2-1 Jarrod Bowen ('43 )

Aston Villa 2 - 0 Rotherham
1-0 Tammy Abraham ('27 )
2-0 Yannick Bolasie ('82 )

Ipswich Town 1 - 1 Brentford
0-1 Neal Maupay ('32 )
1-1 Kayden Jackson ('73 )

Stoke City 1 - 0 Swansea
1-0 Joe Allen ('57 )

West Brom 4 - 2 Bristol City
1-0 Jay Rodriguez ('16 , víti)
2-0 Dwight Gayle ('24 )
3-0 Jay Rodriguez ('28 )
3-1 Lloyd Kelly ('60 )
4-1 Harvey Barnes ('63 )
4-2 Famara Diedhiou ('68 )
Athugasemdir
banner
banner