Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Crystal Palace kvartar yfir meðhöndluninni sem Zaha fær
Leikinn með boltann.
Leikinn með boltann.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur lagt inn kvörtun til ensku úrvalsdeildarinnar yfir því hvernig andstæðingar fara í Wilfried Zaha.

Brotið hefur verið ellefu sinnum á Zaha í byrjun tímabils og frá því árið 2013 hefur einungis verið brotið oftar á Eden Hazard í ensku úrvalsdeildinni.

Forráðamenn Crystal Palace vilja að Zaha fái meiri vernd frá dómurum og þeir hafa lagt inn formlega kvörtun.

„Ég verð að fótbrotna svo einhver fái rautt spjald," sagði Zaha sjálfur ósáttur eftir leikinn gegn Huddersfield um helgina.

Zaha var valinn í lið umferðarinnar hjá Garth Crooks á BBC en hann fékk hins vegar að heyra það fyrir kvartið eftir leik.

Sjá einnig:
Valdi Zaha í lið helgarinnar en segir honum að hætta að væla
Athugasemdir
banner
banner
banner