Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 08:30
Arnar Helgi Magnússon
„De Gea er Messi markvarðanna"
Ben Foster er hrifinn af kollega sínum.
Ben Foster er hrifinn af kollega sínum.
Mynd: Getty Images
Ben Foster markvörður Watford virðist vera mikill aðdáandi kollega síns hjá Manchester United ef marka má orð sem hann lét hafa eftir sér í viðtali á dögunum.

Þar líkti Foster David De Gea við Lionel Messi sem er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma.

„Hann er Messi okkar markvarðanna. Hann er búinn að vera besti markvörður í heimi í nokkur ár núna. Hann er algjörlega stórkostlegur," sagði Foster.

„Sumar af vörslunum hans koma á mikilvægum tímapunktum og þær geta gert mann orðlausan. Hann virðist hafa svo lítið fyrir þessum vörslum!"

„Ef einhver ungur fótboltaiðkandi langar að verða góður markvörður þá ætti hann að horfa á De Gea."

De Gea átti nokkrar frábærara vörslur gegn Watford í síðustu umferð en hann var talsvert gagnrýndur í sumar fyrir að vera slakur á Heimsmeistaramótinu með Spánverjum.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Markvarsla De Gea sem bjargaði Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner