Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 17:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Douglas Costa dæmdur í fjögurra leikja bann
Douglas Costa.
Douglas Costa.
Mynd: Getty Images
Douglas Costa gefur Di Francesco olnbogaskot.
Douglas Costa gefur Di Francesco olnbogaskot.
Mynd: Getty Images
Búið er að dæma Brasilíumanninn Douglas Costa í fjögurra leikja bann eftir hegðun hans í leik Juventus og Sassuolo um helgina.

Costa, sem er kantmaður Juventus, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins í 2-1 sigri á Sassuolo. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Juventus í leiknum en það var Costa sem stal athyglinni af Portúgalanum.

Costa hrækti upp í Federico Di Francesco, leikmann Sassuolo. Auk þess að hrækja upp í hann þá tæklaði Costa hann illa, gaf honum olnbogaskot og reyndi að skalla hann.

Fjögurra leikja bann er niðurstaðan fyrir Costa en bannið gildir aðeins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Juventus mun líka sekta Costa sem baðst afsökunar á gjörðum sínum.

Neitar kynþáttafordómum alfarið
Costa sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hann baðst afsökunar en hann fékk spurningu af hverju hann bað ekki Di Francesco afsökunar.

„Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um. Þú veist ekki hvað Di Franscesco sagði við mig, en allt í lagi, ég biðst afsökunar á því. Ég veit að þetta var rangt," sagði sá brasilíski.

Ýjað hefur verið að því að hinn 24 ára gamli Di Francesco hafi verið með kynþáttafordóma í garð Costa. Di Francesco neitar þessu harðlega.

„Ég á bágt með að skilja þessar ásakanir og þennan tilbúning sem hefur birst í fjölmiðlum," skrifaði Di Francesco á Twitter-reikningi Sassuolo.

„Ég bið um virðingu!"

Sjá einnig:
Stal athyglinni af Ronaldo - Hrækti upp í andstæðing
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner