Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Framkvæmdastjóri Arsenal fer til AC Milan
Ivan Gazidis.
Ivan Gazidis.
Mynd: Getty Images
Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal, hefur ákveðið að hætta störfum hjá félaginu.

Gazidis mun taka við sama starfi hjá ítalska félaginu AC Milan um mánaðarmótin.

Hinn 54 ára gamli Gazidis hefur verið framkvæmdastjóri Arsenal í tæplega tíu ár.

Hann ku fá góða launahækkun hjá AC Milan og því ákvað hann að hoppa á það tækifæri.

Raul Sanllehi og Vinai Venkatesham taka saman við framkvæmdastjórastarfinu hjá Arsenal en framkvæmdastjórar félaga á Englandi koma að ýmsum málum í rekstrinum sem og málum tengdum fótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner