Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 20:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Baldvins gerir þriggja ára samning við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson sé búinn að endursemja við félagið til þriggja ára.

„Guðjón Baldvinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna," segir í tilkynningunni.

„Guðjón var sannkallaður hvalreki fyrir félagið þegar hann gekk til liðs við okkur sumarið 2015 en hann hefur verið algjör lykilmaður í þeim árangri sem félagið hefur náð undanfarin ár."

Guðjón er búinn að skora minna í ár en hann hefði viljað, en hann er þrátt fyrir það búinn að vera mjög mikilvægur fyrir lið Stjörnunnar. Guðjón er búinn að skora fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar.

Guðjón er uppalinn hjá Stjörnunni en hann hefur einnig leikið með KR hér heima. Hann spilaði með GAIS og Halmstad í Svíþjóð og Nordsjælland í Danmörku. Þá lék hann með Kerala Blasters í Indlandi á láni í byrjun ársins.

Stjarnan varð bikarmeistari síðastliðinn laugardag eftir sigur á Breiðablik í úrslitaleik. Stjarnan á enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Liðið er fjórum stigum á eftir Val en á leik til góða. Valur á eftir tvo leiki en Stjarnan þrjá.



Athugasemdir
banner
banner
banner