Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur mikla trú á Chalobah - „Mun kosta 50 milljónir punda"
Nathaniel Chalobah.
Nathaniel Chalobah.
Mynd: Getty Images
Troy Deeney, sóknarmaður og fyrirliði Watford, var gestur í þættunum Monday Night Football í gær.

Deeney talaði þar um Nathaniel Chalobah, miðjumann og liðsfélaga sinn hjá Watford.

Watford keypti Chalobah frá Chelsea fyrir 5 milljónir punda, fyrir síðasta tímabil. Hann glímdi við erfið hnémeiðsli á síðustu leiktíð og gat aðeins spilað sex leiki. Hann er búinn að koma við sögu í einum leik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og þá spilaði hann gegn Reading í deildarbikarnum.

Deeney hefur mikla trú á Chalobah, sem komst ekki að hjá Chelsea.

„Chalobah er ótrúlegur fótboltamaður," sagði Deeney. „Hjá honum lítur fótbolti auðveldlega út."

„Hann er ekki kominn til Watford til þess að setjast að, hann vill sýna það af hverju hann var hjá Chelsea í fyrsta lagi."

Deeney telur að Chalobah eigi eftir að bæta sig mikið á næstu misserum. „Ef hann spilar í hverri viku þá mun hann kosta 50 milljónir punda eftir 18 mánuði," sagði Deeney.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner