Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 09:00
Arnar Helgi Magnússon
Klopp: Aldrei hægt að stoppa Neymar 100%
Klopp á blaðamannafundinum í gær.
Klopp á blaðamannafundinum í gær.
Mynd: Getty Images
Það er sannkallaður stórleikur á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti PSG. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Jurgen Klopp mætti á blaðamannafund fyrir leikinn í gær þar sem hann var mikið spurður út í Neymar og hvernig þeir ætluðu að stoppa hann.

„Við munum reyna að koma í veg fyrir sendingar á hann og forðast að hann vinni 1 á 1 stöður, sem er stærsta áskorunin fyrir okkur. Ég er ekki viss um að það sé hægt að komast hjá því að hann sýni okkur gæðin sem hann býr yfir."

„Hann er frábær leikmaður, alveg stórkostlegur."

„Hann var ekki í standi á Heimsmeistaramótinu, það sáu það allir. Þrátt fyrir það sýndi hann ábyrð og spilaði fyrir þjóðina sína. Hefði Neymar verið 100% hefði Brasílía unnið Belgíu í 8-liða úrslitum."

Neymar var hvíldur um helgina með PSG og verður því væntanlega í sínu besta standi í kvöld.

„Hann kemur í sínu allra besta standi. Við þurfum að takast á við það."
Athugasemdir
banner
banner
banner