Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Hlupum mikið og lokuðum öllum svæðum
Klopp var hæstánægður með sigurinn.
Klopp var hæstánægður með sigurinn.
Mynd: Getty Images
„Það var mikilvægt fyrir okkur að byrja eins og við gerðum. Við vorum svo sterkir og góðir með boltann," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 3-2 sigur á Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Roberto Firmino skoraði sigurmark Liverpool í uppbótartíma. Liverpool komst í 2-0 en PSG jafnaði. Firmino bjargaði málunum.

„Við breyttum okkar kerfi þar sem við bjuggust við breytingu frá þeim. Við þurftum á allri okkar einbeitingu að halda, við hlupum mikið og lokuðum öllum svæðum."

„Daniel (Sturridge) átti frábæran leik. Ég hef aldrei séð hann í eins góðu formi og hann er í núna. Hann var alls staðar," sagði Klopp en Sturridge byrjaði og skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum „Svo gat ég sett Bobby Firmino inn á og það hjálpaði mikið. Ég elskaði fagnið hans."

Hér að neðan má sjá hvernig Firmino fagnaði. Hann fagnaði með því að setja hönd sína yfir annað augað sitt, augað sem Jan Vertonghen, varnarmaður Tottenham, potaði harkalega í síðastliðinn laugardag. Firmino byrjaði leikinn í kvöld á bekknum út af augnapotinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner