Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Lampard sektaður
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Derby, hefur verið dæmdur til að greiða 2000 punda (290 þúsund króna) sekt eftir að hann var rekinn upp í stúku í leiknum gegn Rotherham um síðustu helgi.

Lampard var rekinn upp í stúku fyrir að mótmæla dómi í síðari hálflei í leiknum á laugardaginn.

Reglur enska sambandsins þýða að Lampard sleppur við leikbann en fær sekt. Annað brot eða alvarlegra brot hjá stjórum getur orðið til þess að þeir fái leikbann.

Lampard er í sínu fyrsta stjórastarfi en Derby er í augnablikinu í 7. sæti í ensku Championship deildinni.

Hann verður á sínum stað á hliðarlínunni þegar Derby mætir Blackburn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner