Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 14:15
Fótbolti.net
Lið 17. umferðar í Pepsi-kvenna: Úrslitin réðust
Alexandra Jóhannsdóttir er í liði umferðarinnar.  Hér fagnar hún Íslandsmeistaratitlinum í gær.
Alexandra Jóhannsdóttir er í liði umferðarinnar. Hér fagnar hún Íslandsmeistaratitlinum í gær.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Sandra María Jessen fagnar marki gegn Val í gær.
Sandra María Jessen fagnar marki gegn Val í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Katrín Ómarsdóttir er í liði umferðarinnar.
Katrín Ómarsdóttir er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær með 3-1 sigri á Selfyssingum í næstsíðustu umferð í Pepsi-deild kvenna. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði tvö mörk í endurkomu Blika og var valin maður leiksins. Fjolla Shala var öflug á miðjunni og Þorsteinn Halldórsson er þjálfari umferðarinnar.

Þór/KA sigraði Val örugglega 4-1 þar sem Sandra Mayor og Sandra María Jessen voru báðar á skotskónum. Hulda Björg Hannesdóttir átti síðan góðan leik í hægri bakverðinum.

KR tryggði sæti sitt í Pepsi-deildinni með 2-1 sigri á Grindavík. Þar var Katrín Ómarsdóttir maður leiksins og Ingibjörg Valgeirsdóttir átti mikilvægar markvörslur.

Stjarnan sigraði botnlið FH 4-1 á útivelli þar sem Lára Kristín Pedersen var maður leiksins á miðjunni og Sigrún Ella Einarsdóttir átti góðan leik í vinstri bakverði.

Cloe Lacasse skoraði fernu í 5-1 sigri ÍBV gegn HK/Víkingi. Sóley Guðmundsdóttir átti góðan leik í vörninni þar.

Fyrri lið umferðar:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 16. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner