Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. september 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Manchester United spilar á gervigrasi á morgun
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur leik í Meistaradeildinni á morgun þegar liðið heimsækir Young Boys í Sviss.

Young Boys spilar heimaleiki sína á gervigrasi en Gerardo Seoane, þjálfari liðsins, segir að það muni ekki trufla Manchester United.

„Við getum ekki breytt vellinum. Það er á hreinu að þeir eru ekki vanir svona völlum en þetta verður sérstök tilfinning fyrir þá í byrjun," sagði Seoane.

„Þeir æfa í kvöld og í upphitun og ég held að þeir verði í góðu lagi."

„Þeir hafa gæði, hraða og tækni til að spila á þessum velli. Ég held að þetta verði ekki vandamál."

Athugasemdir
banner
banner
banner