Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Dramatískur sigur Liverpool á PSG
Bobby kom til bjargar.
Bobby kom til bjargar.
Mynd: Getty Images
Neymar var ósýnilegur í leiknum.
Neymar var ósýnilegur í leiknum.
Mynd: Getty Images
Liverpool byrjar með Meistaradeildina þetta tímabilið á sigri. Liverpool fékk Paris Saint-Germain í heimsókn á Anfield og sýndi góða frammistöðu.

PSG olli reyndar miklum vonbrigðum en stjörnurnar þar voru ósýnilegar nánast allan leikinn. Hvar var Neymar?

Liverpool komst í 2-0 með mörkum frá Daniel Sturridge á 30. mínútu og James Milner á 36. mínútu. Milner skoraði úr vítaspyrnu eftir heimskulegt brot Juan Bernat. PSG náði að minnka muninn fyrir hlé þegar Thomas Meunier skoraði. Edinson Cavani virtist rangstæður í aðdraganda marksins en það fékk að standa.

PSG sýndi skelfilega frammistöðu í seinni hálfleiknum og var Liverpool með góð tók á leiknum. En stundum er ekki spurt um það í fótbolta, Kylian Mbappe jafnaði nefnilega fyrir PSG á 83. mínútu.

Jafntefli virtist ætla að vera niðurstaðan en þá kemur Roberto Firmino til sögunnar. Firmino byrjaði á bekknum eftir að potað var í augað á honum gegn Tottenham um liðna helgi, en hann kom inn á þegar 72 mínútur voru búnar. Firmino skoraði sigurmark Liverpool í uppbótartíma og allt ætlaði um koll að keyra á Anfield.


Sigur Liverpool staðreynd, en í sama riðli gerðu Napoli og Rauða stjarnan frá Serbíu markalaust jafntefli.

Dortmund vann Club Brugge 1-0 með marki Christian Pulisic þegar fimm mínútur voru eftir. Atletico kom til baka gegn Mónakó, Galatasaray vann sannfærandi sigur á Lokomotiv Moskvu og Schalke og Porto gerðu jafntefli.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

A-riðill

Club Brugge 0 - 1 Borussia D.
0-1 Christian Pulisic ('85 )

Monaco 1 - 2 Atletico Madrid
1-0 Samuel Grandsir ('18 )
1-1 Diego Costa ('31 )
1-2 Jose Gimenez ('45 )

B-riðill

Barcelona 4 - 0 PSV
1-0 Lionel Andres Messi ('31 )
2-0 Ousmane Dembele ('74 )
3-0 Lionel Andres Messi ('77 )
4-0 Lionel Andres Messi ('87 )
Rautt spjald: Samuel Umtiti, Barcelona ('79)

Inter 2 - 1 Tottenham
0-1 Christian Eriksen ('53 )
1-1 Mauro Icardi ('85 )
2-1 Matias Vecino ('90 )

C-riðill

Liverpool 3 - 2 Paris Saint Germain
1-0 Daniel Sturridge ('30 )
2-0 James Milner ('36 , víti)
2-1 Thomas Meunier ('40 )
2-2 Kylian Mbappe ('83 )
3-2 Roberto Firmino ('90 )

Crvena Zvezda 0 - 0 Napoli

D-riðill

Galatasaray 3 - 0 Lokomotiv Moskva
1-0 Garry Mendes Rodrigues ('9 )
2-0 Eren Derdiyok ('67 )
3-0 Selcuk Inan ('90 , víti)
Rautt spjald: Badou Ndiaye, Galatasaray ('87)

Schalke 04 1 - 1 Porto
0-0 Alex Telles ('13 , Misnotað víti)
1-0 Breel Embolo ('64 )
1-1 Otavio ('75 , víti)

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Messi með þrennu - Inter vann Tottenham
Athugasemdir
banner
banner
banner