þri 18. september 2018 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Meistaradeildin í dag - Stórleikur í Liverpool
Neymar mætir á Anfield í kvöld
Neymar mætir á Anfield í kvöld
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu rúllar af stað í dag og í kvöld með átta leikjum. Tvö ensk félög eru í eldínunni í kvöld og stórleikur kvöldsins fer fram á Anfield þegar Liverpool tekur á móti PSG.

Í A-riðli tekur Mónakó á móti Atletico Madrid en sá leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Í sama riðli mætast Club Brugge og Dortmund í Belgíu.

Spánarmeistarar Barcelona fá Hollandsmeistara PSV í heimsókn á meðan Tottenham mætir á Stadio Giuseppe Meazza völlinn í Mílanó og mætir þar Inter Milan en sá leikur hefst 16:55 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Eins og áður segir verður sannkölluð veisla í Bítlaborginni í kvöld þegar Liverpool mætir stjörnuprýddu liði PSG. Það hafa margir beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þessum leik enda tvær af allra bestu sóknarlínum heimsins að mætast. Í sama riðli mætast Crvena Zvedza frá Serbíu og Napoli.

Í D-riðlinum mætast síðan Galatasaray og Lokomotiv Moskva ásamt leik Schalke og Porto.

Hér að neðan má sjá alla leiki kvöldsins.

A - riðill
19:00 Atletico Madrid - Mónakó (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Club Brugge - Dortmund (Stöð 2 Sport 4)

B - riðill
16:55 Barcelona - PSV (Stöð 2 Sport 3)
16:55 Inter Milan - Tottenham (Stöð 2 Sport)

C - riðill
19:00 Liverpool - PSG (Stöð 2 Sport)
19:00 Crvena Zvedza - Napoli

D - riðill
19:00 Galatasaray - Lokomotiv Moskva
19:00 Schalke - Porto
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner