Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 18:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Messi með þrennu - Inter vann Tottenham
Icardi jafnaði fyrir Inter sem vann svo leikinn.
Icardi jafnaði fyrir Inter sem vann svo leikinn.
Mynd: Getty Images
Snillingur.
Snillingur.
Mynd: Getty Images
Í fyrsta sinn hefur Tottenham tapað þremur leikjum í röð undir stjórn Pochettino.
Í fyrsta sinn hefur Tottenham tapað þremur leikjum í röð undir stjórn Pochettino.
Mynd: Getty Images
Barcelona fer frábærlega af stað í Meistaradeildinni, og Meistaradeildin fer frábærlega af stað.

Tveir leikir eru búnir í Meistaradeildinni í dag. Breyting hefur orðið á leiktímum í Meistaradeildinni. Tveir leiktímar verða nú á hverju kvöldi í riðlakeppninni en ekki einn líkt og áður.

Tveir leikir á hverjum leikdegi hefjast klukkan 16:55 eða klukkan 17:55 þegar vetrartíminn tekur við í lok október.

Þeir tveir leikir sem voru klukkan 16:55 í kvöld eru búnir. Barcelona gekk frá PSV Eindhoven frá Hollandi. Lionel Messi skoraði fyrsta mark riðlakeppninna og var það af flottari gerðinni. Messi skoraði beint úr aukaspyrnu.

Staðan var 1-0 í hálfleik en í seinni hálfleiknum bættu Börsungar við tveimur mörkum. Ousmane Dembele skoraði frábært mark á 75. mínútu og Messi var aftur á ferðinni á 77. mínútu. Messi fullkomnaði þrennu sína áður en flautað var af. Ótrúlegur leikmaður sem er búinn að skora fleiri þrennur en nokkur annar í Meistaradeildinni.


Senur í Mílanó
Í Mílanó-borg mættust Inter Milan og Tottenham. Fyrri hálfleikurinn var markalaus en snemma í þeim seinni komst Tottenham yfir með marki frá Christian Eriksen.

Inter gafst ekki upp og jafnaði Mauro Icardi með stórkostlegu marki á 85. mínútu. Miðjumaðurinn Matias Vecino skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Smelltu hér til að sjá magnað mark Icardi.

Dramatík í Mílanó en Inter var sigurvegari eftir skemmtilegar lokamínútur. Þetta er í fyrsta sinn þar sem Mauricio Pochettino tapar þremur leikjum í röð með Tottenham.
'
Hvað þýða þessi úrslit?
Öll þessi lið eru saman í riðli. Barcelona og Inter eru með þrjú stig, en Tottenham og PSV án stiga.

Barcelona 4 - 0 PSV
1-0 Lionel Andres Messi ('31 )
2-0 Ousmane Dembele ('74 )
3-0 Lionel Andres Messi ('77 )
4-0 Lionel Andres Messi ('87 )
Rautt spjald: Samuel Umtiti, Barcelona ('79)

Inter 2 - 1 Tottenham
0-1 Christian Eriksen ('53 )
1-1 Mauro Icardi ('85 )
2-1 Matias Vecino ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner