Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho notaði Roger Federer sem dæmi
Mynd: Getty Images
Manchester United mun spila á gervigrasi í Meistaradeildinni á morgun þegar liðið mætir Young Boys í Sviss.

Young Boys spilar heimaleiki sína á gervigrasi.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hvílir Antonio Valencia, fyrirliða sinn, í leiknum á morgun þar sem hann treystir honum ekki á gervigrasinu. Mourinho vill ekki vera að nota gervigrasið sem afsökun samt.

„Við ákváðum að taka Antonio Valencia þar sem hann er slæmur í hné og það er ekki gott fyrir hann að fara á gervigrasið," sagði Mourinho á blaðamannafundi. „Við tókum Luke (Shaw) með og hann mun spila á morgun. Diogo (Dalot), Ashley (Young) og Matteo (Darmian) eru líka tilbúnir að spila."

„Ég vil ekki nota völlinn, sérstaklega ekki fyrir leikinn, sem mögulega afsökun ef við spilum illa. Allir vita að þetta er öðruvísi, en við verðum bara að sætta okkur við það. Við erum í Sviss, en einn besti tennisleikari allra tíma er frá landinu, Roger Federer. Hann er örugglega ekki sáttur þegar hann þarf að spila á gervigrasi en hann verður að spila og vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner