Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino las yfir blaðamönnum - „Ekki vanvirða leikmennina"
Mynd: Getty Images
Það gengur ekki vel hjá Tottenham þessa daganna. Liðið tapaði gegn Inter Milan í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í kvöld, 2-1 eftir að hafa komist 1-0 yfir.

Þetta er í fyrsta sinn í stjórnartíð Mauricio Pochettino þar sem liðið tapar þremur leikjum í röð.

Nokkrir leikmenn voru fjarverandi hjá Tottenham í kvöld en tveir af þeim, Toby Alderweireld og Kieran Trippier, voru skildir eftir heima þrátt fyrir að þeir væru ekki meiddir. Pochettino sagði að það hefði verið „tæknileg ákvörðun" að fara ekki með þá til Ítalíu. Hann var væntanlega að nota tækifærið og hvíla þá, en þeir fóru báðir langt á HM í sumar.

Pochettino var spurður að því á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Inter hvort hann sæi eftir því að hafa skilið þá eftir heima. Hann brást ekki vel við þeirri spurningu.

„Þeir voru með gegn Watford og Liverpool, og við töpuðum. Þvílík spurning. Það er auðvelt að tala um leikmennina sem voru ekki hérna," sagði Pochettino pirraður.

„Ég held að við þurfum að tala um fótbolta annars eruð þið að fara að neyða mig til að segja eitthvað sem er ekki gott. Þið vanvirðið leikmennina sem í dag sýndu meiri gæði en andstæðingurinn."

„Þið getið gagnrýnt mig fyrir valið á byrjunarliðinu en gerið það, ekki vanvirða leikmennina sem voru að spila."

Pochettino sagði að frammistaðan gegn Inter hefði verið sú besta á tímabilinu hingað til.

„Þetta var okkar besta frammistaða á tímabilinu hingað til. Við áttum meira skilið en við töpuðum leiknum, því miður."

Hér að neðan er það sem Pochettino sagði á blaðamannafundinum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner