Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið: Messi með glæsimark úr aukaspyrnu
Fyrsta markið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Mynd: Getty Images
Argentíski snillingurinn Lionel Messi er búinn að skora fyrsta markið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2018/19.

Messi kom Barcelona yfir gegn Hollandsmeisturum PSV í leik sem nú stendur yfir á Nývangi í Katalóníu.

Markið skoraði Messi eftir rúmlega hálftíma leik en markið var hið glæsilegasta, að hætti Messi. Hann tók aukaspyrnu fyrir utan teig og skoraði beint úr henni. Möguleikinn var enginn fyrir Jeroen Zoet í markinu hjá PSV.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Messi.

Messi er annar leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem skorar í keppninni 14 tímabil í röð. Hinn leikmaðurinn er Real Madrid goðsögnin Raul Gonzalez.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner