Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 07:00
Arnar Helgi Magnússon
Spiluðu sinn fyrsta mótsleik og unnu hann 28-0
Matilde Fidalgo er leikmaður liðsins en hún spilar einnig með landsliði Portúgal. Hér er hún í leik gegn Japan.
Matilde Fidalgo er leikmaður liðsins en hún spilar einnig með landsliði Portúgal. Hér er hún í leik gegn Japan.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Benfica sem stofnað var í enda árs 2017 spilaði sinn fyrsta mótsleik nú á dögunum. Leiknum lauk með 28-0 sigri Benfica en liðið hefur fengið til sín nokkra leikmenn úr kvenna landsliði Portúgal.

Liðið komst yfir strax á 2. mínútu leiksins en staðan í hálfleik var 16-0. Darlene de Souza sem kom til klúbbsins í apríl skoraði heil átta mörk.

Þrátt fyrir yfirburði Benfica þarf liðið að hefja sinn feril í 2. deild þar sem liðið er nýtt. Miðað við þessi úrslit verða þær fljótar að komast upp um deild.

Þessi úrslit eru þau stærstu í sögu meistaraflokks knattspyrnu í Portúgal en fyrra met átti Sporting en árið 1971 unnu þeir 21-0 sigur í bikarkeppninni þar í landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner