Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Stephen Darby greinist með MND
Darby í baráttu við Ívar Ingimarsson leik með Liverpool í byrjun meistaraflokksferilsins.
Darby í baráttu við Ívar Ingimarsson leik með Liverpool í byrjun meistaraflokksferilsins.
Mynd: Getty Images
Stephen Darby, bakvörður Bolton, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með MND sjúkdóminn.

Hinn 29 ára gamli ólst upp hjá Liverpool og lék nokkra leiki með aðalliði félagsins á sínum tíma.

Darby fór til Bradford árið 2012 en í fyrra gekk hann síðan til liðs við Bolton.

UM MND - Af vef MND félagsins á Íslandi
Motor Nourone Disease - í sumum löndum kallað ALS eða Amyotropic lateral scolerosis, einnig Lou Gehrig sjúkdómirinn - er banvænn sjúkdómur sem ágerist venjulega hratt og herjar á hreyfitaugar líkamans sem flytja boð til vöðvanna. Af honum leiðir máttleysi og lömun í handleggjum, fótleggjum, munni, hálsi o.s.fv. Að lokum er um algera lömun að ræða. Vitsmunalegur styrkur helst þó óskaddaður.

Líftími sjúklinga eftir að þeir fá sjúkdóminn er frá 1 -6 ár en sumir lifa lengur. Talað er um að 10% geti lifað upp undir 10 ár. Á Íslandi eru á hverjum tíma 15-20 manns með MND. Á hverju ári greinast u.þ.b. 5 manns með MND.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner