Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Íslendingalið Halmstad ósigrað í fimm leikjum
Tryggvi í leik með U21 landsliði Íslands.
Tryggvi í leik með U21 landsliði Íslands.
Mynd: Raggi Óla
Íslendingalið Halmstad, í sænsku B-deildinni, er að spila vel þessa daganna.

Halmstad sótti GAIS heim í kvöld en hvorugur Íslendinganna í liði Halmstad byrjaði leikinn. Höskuldur Gunnlaugsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson byrjuðu báðir á varamannabekknum.

Halmstad komst yfir á 26. mínútu en í upphafi seinni hálfleiks jafnaði GAIS, 1-1.

Það átti eitt mark eftir að koma í viðbót og það kom í hlut Halmstad að skora það, á 81. mínútu. Stuttu áður hafði Tryggvi Hrafn komið inn á. Höskuldur var ónotaður varamaður.

Halmstad hefur ekki tapað í síðustu fimm leikjum sínum og er liðið í fjórða sæti deildarinnar með 41 stig.

Af þessum fimm leikjum hefur liið sigraði fjóra. Þar áður hafði Halmstad unnið einn leik af átta.
Athugasemdir
banner
banner
banner