Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 06:00
Arnar Helgi Magnússon
„Tæknileg ákvörðun" að velja ekki Trippier og Alderweireld
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur leik í Meistaradeild Evrópu í dag þegar liðið mætir Inter Milan. Leikurinn hefst klukkan 16:55 og er spilaður á heimavelli Inter, Stadio Giuseppe Meazza.

Lið Tottenham ferðaðist í gær til Ítalíu en athygli vakti að hvorki Toby Alderweireld né Kieran Trippier ferðuðust með liðinu.

Mauricio Pochettino þjálfari Tottenham var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Þú tekur ekki 25 leikmenn með þér, þú getur bara spilað með 11, það er ástæðan. Þetta var tæknileg ákvörðun, þið getið lesið ykkur til um það í orðabók," sagði Pochettino sem virtist pirraður þegar blaðamenn forvitnuðust um ákvörðun hans.

Gera má ráð fyrir því að Pochettino sé að hvíla Trippier og Alderweireld. Þeir fóru báðir langt á HM í sumar.

Dele Alli og Hugo Lloris urðu einnig báðir eftir í London en þeir eru að glíma við meiðsli. Pochettino var einnig spurður um möguleika Tottenham í keppninni,

„Ef við sýnum sömu frammistöðu gegn Watford og Liverpool þá eigum við ekki möguleika í neinni keppni í ár. Hins vegar ef við spilum eins og við gerðum á móti Manchester United þá já, kannski."

Leikurinn hefst sem fyrr segir klukkan 16:55 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner