Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 18. september 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Myndi gefa hitt hnéð til þess að spila fyrir Guardiola hjá City"
Micah Richards.
Micah Richards.
Mynd: Getty Images
Micah Richards lagði skóna á hilluna í sumar, 31 árs gamall, vegna þrálátra hnémeiðsla.

Hinn 31 árs gamli Richards spilaði síðast með Aston Villa í október 2016, en samningur hans rann út í sumar. Hann ákvað að segja þetta gott og leggja skóna á hilluna.

Micah Richards spilaði 295 leiki á ferlinum með Manchester City, Fiorentina og Aston Villa auk 13 landsleikja með enska landsliðinu.

Hann þótti á sínum tíma mikið efni og varð hann yngsti varnarmaðurinn í sögu enska landsliðsins þegar hann spilaði gegn Ísrael árið 2007 en hann var þá 18 ára gamall.

Hann var í viðtali við The Athletic í gær. Þar talar hann um það hversu gaman það hefði verið að spila undir stjórn Pep Guardiola hjá Manchester City.

„Ég myndi gefa hitt hnéð mitt til þess að spila undir stjórn Pep hjá City," sagði Richards, sem fór til Man City þegar hann var 14 ára gamall.

„Micah Richards heill heilsu myndi vera í þessu liði, en ég er ekki bitur í garð þessara stráka vegna peninga þeirra og árangurs. Margir eldri fótboltamenn - ég nefni engin nöfn - þurfa peninga og eru bitrir vegna peninganna sem eru í nútímafótbolta. Trent Alexander-Arnold er 100 milljón punda fótboltamaður núna."

„Ég er ánægður fyrir hönd Kyle Walker sem hefur spilað vel undir stjórn besta knattspyrnustjóra í heimi."

Richards spilaði bæði sem miðvörður og hægri bakvörður á ferlinum en hann vann enska bikarinn 2011 og ensku úrvalsdeildina með Manchester City árið 2012.


Athugasemdir
banner
banner
banner