banner
   fös 18. september 2020 07:35
Fótbolti.net
Frídeildin fer vel af stað – Ekki of seint að skrá sig!
Mynd: Frídeildin
Frídeildin er ánægjuleg viðbót fyrir fjölmarga Fantasy spilara landsins en síðan heldur utan um fyrirtækjadeildir í Fantasy Premier League á einum stað þar sem eru í boði frábærir vinningar. Aðspurður segist framkvæmdastjóri Frideildarinnar, Erling Reynisson, vera hæstánægður með viðtökurnar:

„Það hefur allt gengið eins og í sögu til þessa. Ánægðastur er ég með samstarfsaðila okkar sem hafa lagt verkefninu til vinninga sem eru hreint út sagt frábærir. Ég bjóst ekki við að heildarverðmæti vinninga yrðu mæld í milljónum króna“.

En hvað er framundan hjá Frídeildinni? „Við munum kynna til leiks nýjar deildir næstu vikurnar. Við vildum dreifa þessum stóru vinningum á nokkra mismunandi samstarfsaðila svo að deildirnar myndu ekki allar vera frá fyrstu leikviku. Þá erum við með skemmtilegar keppnir í formi Hraðdeilda.

Þær eru settar upp sem styttri mót sem ná yfir allt frá einni til nokkurra leikvikna. Hugmyndin með hraðdeildirnar er einföld en okkur þótti of einhæft að vera bara með deildir yfir allt tímabilið í heild sinni. Ekki allir eru jafnheitir spilarar þó þeir hafi gaman af þessu. Við munum skerpa svolítið á þessu næstu vikurnar.“

Að lokum vill Erling koma því á framfæri að skráningarfrestur í Frídeildina er ekki runninn út: „Við höfum ekki ákveðið hvenær við ætlum að loka fyrir skráningar. Fyrir hraðmótin þá færðu stigin þín fyrir þær leikvikur sem eftir eru af því tiltekna móti þegar þú skráir þig. En fyrir stóru deildirnar teljum við stigin frá 1. umferð fyrir þá sem skrá sig fyrir skráningarfrestinn fyrir þær deildir sem eru byrjaðar. Við höfum haft það sem viðmið að miða skráningarfrestinn við 1. desember. Þær deildir sem verða kynntar til leiks eftir það tímamark eru með skráningarfrest allt þangað til sú deild fer af stað. Sjáum til hvað verður.“

SKRÁÐU ÞIG HÉR Í FRÍDEILDINA

Athugasemdir
banner
banner
banner