Manchester United goðsögnin Peter Schmeichel telur að félagið hafi keypt rangan markvörð og segist aldrei hafa heyrt um Senne Lammens.
Andre Onana hefur gert mörg dýrkeypt mistök og er farinn á lán til Trabzonspor. United var orðað við Emiliano Martínez hjá Aston Villa og Gianluigi Donnarumma hjá PSG í sumar en keypti á endanum Senne Lammens frá Royal Antwerpen.
Andre Onana hefur gert mörg dýrkeypt mistök og er farinn á lán til Trabzonspor. United var orðað við Emiliano Martínez hjá Aston Villa og Gianluigi Donnarumma hjá PSG í sumar en keypti á endanum Senne Lammens frá Royal Antwerpen.
„Við hefðum átt að kaupa Emi Martínez. Við hefðum reyndar átt að leggja allt kapp á Gianluigi Donnarumma þegar við höfðum tækifæri til," segir Schmeichel, sem er einn besti markvörður í sögu Manchester United.
„Þegar allt stefndi í að Martínez kæmi var ég ánægður, hann er einmitt markvörður sem ætti að vera hjá Manchester United."
Lammens er 23 ára Belgi en það eru efasemdarraddir um hvort hann geti ráðið við pressuna sem fylgir því að vera aðalmarkvörður Manchester United.
„Í hreinskilni sagt þá hafði ég aldrei heyrt af þessum manni. Ég veit að tölfræðin hans er góð en það var með liði sem endaði í fimmta sæti í Belgíu. Tölfræði segir ekki hvernig þú bregst við eftir mistök eða hvernig þú höndlar pressuna sem fylgir því að spila fyrir Manchester United."
Athugasemdir