Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. október 2017 19:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvörður Benfica yngstur í sögunni - Bætti met Casillas
Mile Svilar (hér til vinstri)
Mile Svilar (hér til vinstri)
Mynd: Getty Images
Mile Svilar, markvörður Benfica, á lengi eftir að muna eftir þessu kvöldi, hann á líklega aldrei eftir að gleyma því.

Hann stendur í markinu hjá Benfica gegn Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld.

Svilar aðeins 18 ára gamall, en hann er núna yngsti markvörðurinn í sögunni til að leika í Meistaradeildinni.

Hann bætti met Iker Casillas, fyrrum markvarðar Real Madrid. Casillas var 18 ára og 118 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, en Svilar er 18 ára og 52 daga.

Það eru 40 mínútur búnar í leik Benfica og Manchester United, en staðan þegar þessi frétt er skrifuð er enn markalaus.

Fylgstu með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.



Athugasemdir
banner
banner
banner