Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 18. október 2017 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Norðmenn farnir að syngja fyrir Ísland
Mynd: Getty Images
Norðmenn eru farnir að styðja við bakið á íslenska landsliðinu.

Undanfarin ár hafa ekki verið góð fyrir norska landsliðið, en liðið verður ekki á meðal þáttökuþjóða á HM í Rússlandi. Íslendingar verða hins vegar í Rússlandi eftir stórkostlega undankeppni.

Norðmenn ætla að vera á bandi íslenska landsliðsins í Rússlandi. Þeir eru reyndar bara hættir að styðja norska liðið yfir höfuð og farnir að styðja við bakið á strákunum okkar.

Á mánudag var nefnilega lagið „Allt fyrir Ísland“ flutt í sjónvarpsþættinum Mandagsklubben.

Lagið var áður stuðningsmannalag norska landsliðsins, en núna er búið að þýða textann yfir á íslensku.

Hér að neðan má sjá þegar lagið var flutt.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner