mið 18. október 2017 14:38
Elvar Geir Magnússon
Pochettino: Hugo einn sá besti í heimi
Lloris í leik með franska landsliðinu.
Lloris í leik með franska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hugo Lloris var valinn maður leiksins þegar hann hjálpaði Tottenham að ná 1-1 jafntefli gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gær.

Tottenham komst yfir með sjálfsmarki Raphael Varane en Ronaldo jafnaði af vítapunktinum.

Tottenham er á toppi H-riðils ásamt Real en vonir liðsins um að komast áfram í 16-liða úrslitin jukust enn frekar þegar Borussia Dortmund náði ekki að vonna Apoel í Nikósíu.

„Hugo var stórkostlegur. Hann á skilið mikið hrós frá öllum. Hann sýndi hvað hann getur. Þarna gat maður séð af hverju Hugo er einn besti markvörður heims," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.

Lloris átti tvær geggjaðar vörslur, eina frá Karim Benzema af stuttu færi og aðra frá Ronaldo.

„Benzema átti að skora og hann veit það," sagði Lloris eftir leikinn. „Sem markvörður þarftu smá heppni og ég náði að verja þessa tilraun hans."

Pochettino segir að úrslitin komi Tottenham í mjög góða stöðu til að komast í gegn.

„Ég er svo stoltur af leikmönnum og frammistöðunni og við þurfum að halda áfram. Það er mikið af mikilvægum leikjum á næstunni. Við eigum Liverpool á Wembley á sunnudaginn og það er erfitt verkefni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner