Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. október 2017 18:15
Elvar Geir Magnússon
Uxinn segir að hann verði að sýna þolinmæði
Uxinn er að aðlagast hjá Liverpool.
Uxinn er að aðlagast hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Alex Oxlade-Chamberlain segir að hann verði að sýna þolinmæði í bið sinni eftir tækifærum með Liverpool. Hann segist enn vera að þróast og aðlagast hugmyndafræði Jurgen Klopp.

Enski landsliðsmaðurinn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool síðan hann kom frá Arsenal á 40 milljónir punda á gluggadeginum í 7-0 sigrinum gegn Maribor í Meistaradeildinni í gær.

Uxinn hefur aðeins spilað einn byrjunarliðsleik fyrir Klopp, bikarleik gegn Leicester.

„Það er mikil samkeppni í liðinu. Það er mikilvægur hluti á tímabilinu þar sem við viljum eiga góða byrjun og nokkur úrslit hafa ekki verið að falla með okkur. Allir eru að berjast fyrir sínu sæti og ég er tilbúinn þegar ég fæ tækifærið. Ég verð að halda áfram að þróa og læra nýjan leikstíl hér og venjast honum þegar ég fæ tækifæri," segir Oxlade-Chamberlain.

Liverpool tókst aðeins að landa einum sigri úr átta leikjum áður en stórsigurinn kom í Slóveníu í gær.

„Stjórinn sagði að þetta yrði erfiður leikur og við þyrftum að gefa 100% í hann. Ég tel að strákarnir hafi nákvæmlega gert það. Í hálfleik hélt hann áfram að tala um að við gætum gert enn betur. Við náðum að nýta næstum öll færin okkar og allt var að smella."
Athugasemdir
banner
banner
banner