fim 18. október 2018 10:02
Elvar Geir Magnússon
Conte orðaður við Real Madrid
Conte er fyrrum stjóri Chelsea, ítalska landsliðsins og Juventus.
Conte er fyrrum stjóri Chelsea, ítalska landsliðsins og Juventus.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte er sagður á blaði hjá Real Madrid og sumir spænskir fjölmiðlar halda því fram að Evrópumeistararnir hafi þegar haft samband við ítalska stjórann.

Staða Julen Lepetegui, stjóra Real Madrid, virðist standa á brauðfótum eftir vonbrigðin í upphafi tímabils. Liðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum og á í vandræðum með markaskorun.

Þegar er byrjað að ræða um næsta stjóra Real Madrid en auk Conte hefur Santiago Solari, þjálfari varaliðs Real Madrid, verið orðaður við starfið.

Sagt er að Madrid gefi Lopetegui út mánuðinn til að snúa genginu við en framundane eru leikir gegn Levante, Viktoria Plzen og Barcelona.

Enskir fjölmiðlar segja að Conte sé enn á launum hjá Chelsea og að enska félagið þurfi að fá borgaðar bætur ef hann verður ráðinn annað fyrir næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner