Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. október 2018 11:50
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Gunnars riftir samningi sínum við Hauka
Gunnar stefnir á að spila í Pepsi-deildinni.
Gunnar stefnir á að spila í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Gunnarsson, sem var fyrirliði Hauka í Inkasso-deildinni, er í leit að nýju félagi.

„Ég er búinn að rifta samningi mínum við Hauka og mun líklega leita á önnur mið," segir Gunnar í samtali við Fótbolta.net.

„Stefnan er að spila í Pepsi deildinni að ári en ég útiloka þó ekki aðra valkosti. Ég er búinn að heyra í öðrum félögum en það er þó allt á frumstigi."

Gunnar er miðvörður fæddur 1993 en hann hefur verið í herbúðum Hauka undanfarin þrjú ár, síðan hann kom frá Val.

Gunnar skoraði fjögur mörk í 21 leik fyrir Hauka í deild og bikar í sumar en liðið hafnaði í áttunda sæti Inkasso-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner