Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 18. október 2018 12:00
Elvar Geir Magnússon
Gylfi annar á lista yfir þá leikmenn sem hafa bætt sig mest
Gylfi hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum.
Gylfi hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum.
Mynd: Getty Images
Callum Wilson trónir á toppnum.
Callum Wilson trónir á toppnum.
Mynd: Getty Images
Guardian birtir í dag topp tíu lista yfir þá leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem hafa bætt sig mest á þessu tímabili.

Gylfi Þór Sigurðsson, varafyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Everton, er þar í öðru sæti á listanum en meðal annars er farið eftir tölfræðiútreikningum við valið.

Í umsögn um Gylfa er sagt að hann sé að skila því til baka sem Everton borgaði fyrir hann. Íslendingurinn hafi verið spilaður út úr stöðu undir Ronald Koeman og Sam Allardyce en blómstri nú í sinni uppáhalds stöðu fyrir aftan fremsta mann.

„Það er frábært að hafa þjálfara sem treystir manni. Hann er sammála mér hvar ég er bestur á vellinum. Það er farið að ganga vel hjá liðinu. Á heildina litið eru allir mjög sáttir með hann," sagði Gylfi á dögunum við spurningu Fótbolta.net varðandi Marco Silva, sem nú stýrir Everton.

Callum Wilson, sóknarmaður Bournemouth, er á toppi umrædds lista en hann má sjá í heild hér:

1) Callum Wilson, Bournemouth
2) Gylfi Þór Sigurðsson, Everton
3) Troy Deeney, Watford
4) Ryan Fraser, Bournemouth
5) Eden Hazard, Chelsea
6) Bernardo Silva, Manchester City
7) José Holebas, Watford
8) James Milner, Liverpool
9) Glenn Murray, Brighton
10) Étienne Capoue, Watford
Athugasemdir
banner
banner