Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 18. október 2018 09:44
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Man Utd pirraðir á gagnrýni fyrrum leikmanna
Scholes hefur ekki sparað stóru orðin.
Scholes hefur ekki sparað stóru orðin.
Mynd: Getty Images
Daily Mirror segir að leikmannahópur Manchester United sé verulega pirraður á þeirri gagnrýni sem leikmenn fá frá goðsögnum félagsins.

Fyrrum leikmenn eins og Paul Scholes, Gary Neville og Rio Ferdinand starfa allir sem sparkspekingar í fjölmiðlum og hafa látið stór orð falla.

Mirror segir að núverandi leikmenn telji að þessir menn hafi ekki hugrekki til að gagnrýna Jose Mourinho almennilega og því fái leikmenn þyngstu höggin.

Þá er sagt að þeir hafi í gríni verið að deila myndböndum sín á milli af verstu mistökum þessara manna á þeirra ferli. Þeir telja að ýmis ummæli hafi farið yfir strikið, sérstaklega í ljósi þess að allir geti gert mistök.

Það sem fer hvað mest í taugarnar á núverandi leikmönnum er þegar því er haldið fram að þeim sé alveg sama um félagið og séu ekki að leggja sig fram.

Manchester United hefur spilað langt undir væntingum á tímabilinu og er í áttunda sæti fyrir hádegisleik gegn Chelsea sem fram fer á laugardag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner