Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. október 2018 12:08
Elvar Geir Magnússon
Óbætanlegt tjón á minjum Vals
Frá Hliðarenda.
Frá Hliðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mikill vatnsleki kom upp í Valsheimilinu í morgun og var slökkviliðið kallað út. RÚV greinir frá.

Vatn flæddi inn í kjallara þar sem geymdir voru munir sem óttast er að hafi eyðilagst.

Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, segir að í heild hlaupi tjónið á milljónum því mikill tölvubúnaður hafi líka skemmst.

Hann segir að tjón hafi orðið á minjasafni sem var að hluta til geymt í kjallara Valsheimilisins. Það tjón sé mesti skaðinn sem hafi orðið af vatnslekanum.

„Sem ekki er hægt að bæta. Það er myndir, bækur málverk og jafnvel bikarar sem hafa orðið vatni að bráð," segir Lárus við RÚV.

Valsheimilið verður lokað í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner