Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 18. október 2018 15:50
Elvar Geir Magnússon
Óskar Örn: Talað eins og Valur væri með ofurlið
Óskar Örn í leik með KR-ingum.
Óskar Örn í leik með KR-ingum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Næsta markmið KR er að taka Íslandsmeistaratitilinn. Þetta sagði Óskar Örn Hauksson, fyrirliði liðsins, í nýjum hlaðvarpsþætti KR sem fór í loftið í dag.

Óskar segir að Íslandsmeistarar Vals séu ekki með eins gott lið og fjölmiðlar hafa talað um.

„Umræðan fyrir mót var eins og Valur væri með eitthvað ofurlið. Með fullri virðingu þá var það ekki þannig þó þeir hafi verið með gott lið. Menn voru að tala þá upp og okkur niður. Ég fór í útvarpsþátt hjá Fótbolta.net þar sem okkur var spáð um miðja deild," sagði Óskar.

KR-ingar náðu fjórða sætinu og taka þátt í Evrópukeppni á næsta ári. En hvað þarf að gerast til að KR komist hærra upp töfluna?

„Við þurfum ekkert að vera feimnir við að segja það að við þurfum stærri hóp. Það er bara þannig, sérstaklega þegar við erum komnir í Evrópukeppni. Ég trúi að verið sé að vinna í því."

„Þessi hópur hefur verið saman í smá tíma og menn vilja meira. Við erum komnir í Evrópukeppni og þá er bara næst á dagskrá að vinna þetta mót!"


Athugasemdir
banner
banner
banner