Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 18. október 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pereira: Hef lent í því að fólk rispi bílinn minn viljandi
Andreas Pereira hóf landsliðsferilinn með yngri landsliðum Belgíu en skipti yfir til Brasilíu þegar hann var að nálgast tvítugt.
Andreas Pereira hóf landsliðsferilinn með yngri landsliðum Belgíu en skipti yfir til Brasilíu þegar hann var að nálgast tvítugt.
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira, 22 ára miðjumaður Manchester United, sagði frá lífinu í Manchester í viðtali við brasilíska miðilinn UOL.

Pereira tók fram í viðtalinu að bíllinn hans hefur verið rispaður viljandi af stuðningsmönnum Manchester City vegna rígsins sem ríkir á milli félaganna.

„Borgin sjálf er nett en ég held mig heima því veðrið er ekki sérlega gott. Það er mikill vindur hérna og það rignir mikið, það er betra að halda sig bara inni," sagði Pereira við.

„Rígurinn á milli United og City er skemmtilegur, það er sjaldgæft og einstakt að félög af þessari stærðargráðu deili borg.

„Ég hef lent í því að fólk rispi bílinn minn viljandi þegar það sér að ég spila fyrir United."


Pereira var á láni hjá Valencia á síðasta tímabili en reynir nú að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Rauðu djöflanna og hefur komið við sögu í fjórum leikjum það sem af er tímabils.
Athugasemdir
banner
banner