Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. október 2018 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Pioli: Astori er með okkur í anda
Stefano Pioli, þjálfari Fiorentina.
Stefano Pioli, þjálfari Fiorentina.
Mynd: Getty Images
Stefano Pioli, þjálfari Fiorentina á Ítalíu, ræddi enn og aftur fráfall Davide Astori, fyrirliða félagsins, en hann lést á síðasta tímabili á liðshóteli Fiorentina fyrir leik gegn Udinese.

Astori var 31 árs er hann féll skyndilega frá. Hann fannst látinn á herbergi sínu á liðshóteli Fiorentina fyrir deildarleik gegn Udinese og var leiknum frestað í kjölfarið.

Mikil sorg var á Ítalíu í kjölfarið en Astori var einnig partur af ítalska landsliðinu og afar virtur í Flórens. Hann var einn af lykilmönnum í klefanum hjá Fiorentina og ræddi Pioli nærveru hans.

„Astori og Milan Badelj voru mennirnir sem ég leitaði til í klefanum því hópurinn breyttist svo mikið síðasta sumar og því þurfti ég þeirra stuðning eins og allir aðrir þurftu á stuðningnum að halda frá Astori," sagði Pioli.

„Þetta var mikið áfall og það ýtti mér í það að vera þakklátur fyrir þessa stráka, ekki bara sem knattspyrnumenn heldur einnig sem mannverur. Það sem Vitor Hugo sagði er svo satt, að Astori er ávallt með okkur í anda."

„Strákarnir voru svo sterkir og náðu að syrgja hann sem ein heild og það eina sem ég sagði við þá er að halda áfram þeirri vinnu sem við byrjuðum með ásamt Astori. Mér hefur alltaf líkað vel við leikmenn sem ég hef unnið með en það hefur magnast með þessum strákum. Þetta hefur styrkt okkur sem heild,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner