Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. október 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Roberto Martínez: Witsel bestu kaup sumarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martínez landsliðsþjálfari Belgíu telur kaup Borussia Dortmund á Axel Witsel vera bestu leikmannakaup sumarsins.

Witsel er 29 ára gamall miðjumaður og skrifaði hann undir hjá Dortmund eftir 18 mánuði með Tianjin Quanjian í kínverska boltanum.

Dortmund borgaði um 20 milljónir evra fyrir miðjumanninn sem á 99 A-landsleiki að baki fyrir Belgíu. Hann farið gríðarlega vel af stað hjá sínu nýja félagi sem er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

„Bestu félagaskipti sumarsins eru Axel Witsel til Borussia Dortmund. Hann kemur með svo margt til liðsins fyrir aðeins 20 milljónir, tvímælalaust bestu kaup sumarsins," sagði Martínez við Bild.

„Dortmund á mikið lof skilið fyrir að ná að krækja í Axel. Hann hefur verið að fljúga undir radarnum í Kína en núna fær hann tækifæri til að láta ljós sitt skína á hærra gæðastigi."

Witsel hefur spilað alla keppnisleiki Dortmund á tímabilinu og hefur verið meðal bestu leikmanna liðsins, með 92% sendingahlutfall í deildinni og 93,2% í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner