Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. október 2018 11:00
Elvar Geir Magnússon
Rubin Kazan í bann frá Evrópukeppnum
Rubin Kazan er í sjöttu stærstu borg Rússlands.
Rubin Kazan er í sjöttu stærstu borg Rússlands.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur dæmt rússneska liðið Rubin Kazan í bann frá þátttöku í Evrópukeppnum í tvö ár.

Ef liðið nær þátttökusæti í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni á næstu tveimur árum fær liðið samt ekki að taka þátt. Sem stendur er liðið í 5. sæti í rússnesku deildinni en það er Evrópudeildarsæti.

Eftir rannsókn UEFA kom í ljós að Rubin Kazan braut fjármálareglur, 'Financial fair play' reglurnar.

Reglukerfið var sett á til að stöðva félög í að eyða meiru heldur en innkoma þeirra er.

Rubin Kazan varð rússneskur meistari 2008 og 2009 og hefur á undanförnum árum verið reglulegur þátttakandi í Evrópukeppnum.
Athugasemdir
banner
banner