Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 18. október 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Viðræður HB við Binna Hlö sagðar ganga vel
Brynjar Hlöðversson, leikmaður HB.
Brynjar Hlöðversson, leikmaður HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyskir fjölmiðlar segja líklegt að Breiðhyltingurinn Brynjar Hlöðversson taki annað tímabil með HB.

Heimir Guðjónsson er þjálfari HB sem hefur haft mikla yfirburði í færeysku deildinni og talsvert síðan liðið tryggði sér meistaratitilinn. Enn eru tvær umferðir eftir af deildinni og útlit fyrir að HB slái stigamet.

Leikmenn HB hafa verið duglegir við að skrifa undir nýja samninga og nú er sagt að viðræður við Brynjar gangi vel.

„Mikil ánægja er með Brynjar hjá félaginu og hann á stóran þátt í Færeyjarmeistaratitli liðsins," segir in.fo.

HB hefur þegar jafnað stigametið í Færeyjum en liðið á eftir að mæta grönnum sínum í B36 og Víkingi frá Götu.

HB hafði lent í fimmta sæti tvö síðustu ár en Heimir og lærisveinar hafa gert magnaða hluti. Heimir framlengdi samning sinn við HB í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner