Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 18. október 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Völdu Hazard þriðja besta leikmann heims
Eden Hazard í landsleik með Belgíu á Laugardalsvelli.
Eden Hazard í landsleik með Belgíu á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard hjá Chelsea er þriðji besti leikmaður heims samkvæmt skoðanakönnun sem breska ríkisútvarpið, BBC, stóð fyrir.

BBC segir óumdeilt að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo séu þeir bestu og gaf lesendum á vef sínum kost á að velja þann þriðja besta.

Hazard fékk þar flest atkvæði en þar á eftir komu Kylian Mbappe (Frakkland og PSG) og Luka Modric (Króatía og Real Madrid).

Þriðji besti leikmaður heims - Efstir í skoðankönnun BBC:
31% Eden Hazard
16% Kylian Mbappe
16% Luka Modric
9% Neymar
8% Kevin de Bryune
8% Mohamed Salah

Athugasemdir
banner
banner
banner