fös 18. október 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvörður Torquay spilaði með Coutinho og Oscar
Lucas Covolan.
Lucas Covolan.
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho. Hann er hjá Bayern München.
Philippe Coutinho. Hann er hjá Bayern München.
Mynd: Getty Images
Alisson, markvörður Liverpool.
Alisson, markvörður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Oscar í leik í Kína.
Oscar í leik í Kína.
Mynd: Getty Images
Lucas Covolan er brasilískur markvörður sem hefur átt áhugaverðan knattspyrnuferil.

Í dag leikur hann með Torquay United í fimmtu efstu deild Englands. Hann mun á morgun spila með liðinu gegn Boreham Wood í undankeppni FA-bikarsins.

Hann hefur spilað með frábærum leikmönnum á borð við Philippe Coutinho og Oscar, og þá hefur hann mætt Alisson, markverði Liverpool, í fótboltaleik.

Hann lék með Coutinho sem unglingur í Brasilíu og var hann liðsfélagi Oscar í U20 landsliði Brasilíu. Oscar er fyrrum miðjumaður Chelsea, en er núna að spila við Kína og þiggur góð laun fyrir.

„Þegar ég var hjá Vasco de Gama spilaði ég með Coutinho og þegar ég var hjá Atletico Paranaense spilaði ég gegn Alisson á litlu móti fyrir U23 lið," sagði Lucas við BBC.

„Þegar við spiluðum gegn Internacional, var hann í markinu þeirra. Við unnum mótið gegn þeim."

„Nokkrum árum síðar er hann að vinna Meistaradeildina og orðinn aðalmarkvörður Brasilíu - fótbolti er rugluð íþrótt."

Frá Brasilíu til Torquay
Lucas er 27 ára gamall og hefur hann farið frekar óhefðbundnar leiðir á ferlinum. Hann yfirgaf Paranaense þegar hann sá að hann myndi ekki fá tækifæri með aðalliðinu. Hann fór til Rio Branco, sem er í norðurhluta Brasilíu, en ákvað svo að yfirgefa heimalandið sitt og halda til Evrópu.

„Ég fékk tækifæri að fara til Spánar og svaraði játandi um leið," segir Lucas.

Hann lék með Club Deportivo Atletico Rafal og Union Deportiva Alaro á Mallorca og fór hann aftur heim að tveimur árum liðnum. Hann þráði að fara aftur til Evrópu og svo kom símtalið frá Englandi.

„Það var draumur að koma til Englands og spila, þar sem mér fannst alltaf gaman að enska boltanum. Einn morguninn fékk ég símtal frá umboðsmanni, sem var ekki umboðsmaður minn á þeim tíma, og hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á að koma og spila á Englandi. Auðvitað sagði ég 'já'."

Hann svaraði því játandi að ganga í raðir Whitehawk í sjöttu efstu deild á Englandi. Tímabili síðar byrjaði hann tveggja ára dvöl hjá Worthing, sem er í sjöundu efstu deild í dag.

„Þetta var erfitt til að byrja með. Ég vissi að þetta myndi taka tíma og ég þyrfti að taka þetta skref fyrir skref."

Hann var fenginn til Torquay síðasta sumar og byrjaði sem varamarkvörður. Hann er í dag aðalmarkvörður liðsins sem er að berjast í efri hlutanum í fimmtu efstu deild.

Engin afbrýðisemi
Er Lucas afbrýðismaður út í leikmenn eins og Coutinho, Oscar og Alisson, leikmenn sem hafa gert góða hluti með stærstum liðum heims?

„Ég myndi aldrei vera afbrýðismaður út í neinn, það er ekki í mínum karakter. Ég er stoltur af þeim, þeir eiga þetta skilið."

„Ef þú ert ungur og átt þér ekki draum að verða fótboltamaður, þá ertu ekki frá Brasilíu."

„Ef þú átt ekki draum, þá er enginn tilgangur með lífinu. Ef þú átt draum, þá reynirðu að komast eins langt og þú getur til að uppfylla hann. Ef þú nærð ekki að uppfylla hann, þá geturðu alla vega komist nálægt því."

„Ég hef áttað mig á því að ég er að lifa drauminn minn. Ég spila fótbolta, eitthvað sem ég nýt mjög mikið að gera, og ég fæ borgað fyrir það," sagði Lucas Covolan, markvörður Torquay United.

Greinina á BBC má lesa í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner