sun 18. október 2020 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Jó skoraði í sigri - Jón Dagur lagði upp í Íslendingaslag
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson er að eiga mjög gott tímabil með Hammarby í Svíþjóð.

Aron var á skotskónum þegar Hammarby lagði Mjallby að velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði annað mark liðsins eftir aðeins fimm mínútna leik.

Hammarby vann leikinn 4-2 og er í fimmta sæti deildarinnar með 36 stig. Aron er búinn að skora níu mörk í 18 deildarleikjum.

Jón Dagur lagði upp og Kjartan Henry klúðraði víti
Það eru tveir leikir búnir í dönsku úrvalsdeildinni í dag og var Íslendingaslagur í Árósum.

Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp fyrsta mark AGF í 3-0 sigri gegn Horsens. Kjartan Henry Finnbogason kom inn á sem varamaður fyrir Horsens á 57. mínútu og klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma.

AGF er í öðru sæti með 11 stig og Horsens er á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm leiki.

Markvörðurinn Frederik Schram var á bekknum hjá Lyngby sem tapaði 3-2 fyrir Vejle. Lyngby er í næst neðsta sæti með tvö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner