banner
   þri 18. október 2022 08:40
Elvar Geir Magnússon
Baulað á Mbappe þegar hann mætti á hátíðina
Kylian Mbappe og faðir hans, Wilfrid Mbappe, á hátíðinni í gær.
Kylian Mbappe og faðir hans, Wilfrid Mbappe, á hátíðinni í gær.
Mynd: EPA
Fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Chatelet leikhúsið í París í gær baulaði þegar Kylian Mbappe mætti á Ballon d'Or hátíðina. Mbappe hafnaði í sjötta sæti í kjörinu um Gullknöttinn.

Mbappe er fæddur og uppalinn í París en mikið hefur verið fjallað um að sóknarmaðurinn vilji yfirgefa Paris Saint-Germain í janúar. Hann neitaði þessum fréttum reyndar um helgina.

Framtíð Mbappe hefur mikið verið í umræðunni undanfarið ár og bjuggust margir við því að hann myndi ganga í raðir Real Madrid í sumar. Hann hefur einnig verið orðaður við Liverpool og Manchester City.

Þrátt fyrir að athygli hafi beinst að Mbappe á hátíðinni í gær þá var Karim Benzema maður kvöldsins en hann hlaut Gullknöttinn í fyrsta sinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner