Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 18. október 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema næstelstur til að vinna Gullknöttinn
Mynd: Getty Images

Karim Benzema vann sinn fyrsta Gullknött í ár og varð þar með fimmti franski leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin og sá fyrsti síðan Zinedine Zidane var valinn bestur árið 1998.


Ítalía og Þýskaland eiga einnig fimm sigurvegara í Gullknettinum en þjóðir utan Evrópu voru ekki taldar með fyrr en 1996 og því eru þjóðir á borð við Brasilíu og Argentínu aðeins eftirá.

„Þetta gerir mig ótrúlega stoltan, öll vinnan sem ég hef lagt á mig hefur borgað sig. Ég átti mér tvær fyrirmyndir í lífinu, Zinedine Zidane og Ronaldo og það hefur alltaf verið draumurinn minn að vinna Gullknöttinn," sagði Benzema við verðlaunaafhendinguna.

„Ég fór í gegnum erfiða tíma á ferlinum þegar ég gat ekki spilað með franska landsliðinu en ég gafst aldrei upp. Ég lagði mikla vinnu á mig og hélt áfram að njóta þess að spila fótbolta, það borgaði sig. Þetta hefur verið gríðarlega erfið vegferð fyrir mig og fjölskylduna mína.

„Ég vil halda áfram að spila fótbolta. Ég finn ástríðuna brenna innra með mér og ég trúi því að aldur sé bara tala. Leikmenn geta spilað til fertugs í fótboltaheiminum í dag og ég ætla að gera mitt besta til að eiga langan feril."

Benzema verður 35 ára í desember og er elsti leikmaðurinn til að vinna Gullknöttinn síðan Stanley Matthews vann fyrsta Gullknöttinn árið 1956 - þegar hann var 41 árs gamall.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner