Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. október 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórir skrifuðu undir hjá Aftureldingu
Lengjudeildin
Elmar Kári.
Elmar Kári.
Mynd: Raggi Óla
Fjórir leikmenn hafa að undanförnu skrifað undir samninga við Aftureldingu. Þrír þeirra hafa áður skrifað undir samninga við félagið en einn þeirra er að skrifa undir sinn fyrsta samning. Það er markvörðurinn Birkir Haraldsson sem er átján ára gamall og kom frá ÍBV fyrir tveimur árum.

Í sumar var Birkir í lykilhlutverki með öflugu liði Hvíta Riddarans sem fór í undanúrslit í 4. deildinni. Birkir skrifar undir samning út tímabilið 2024.

Þeir Elmar Kári Enesson Cogic og Sævar Atli Hugason skrifa undir nýja tveggja ára sammninga við félagið og Sindri Sigurjónsson skrifar undir þriggja ára samning.

Elmar er tvítugur kantmaður og á þrjú ár að baki í meistaraflokki. Í ár skoraði hann sjö mörk í nítján leikjum í deild og bikar. Sævar Atli er sautján ára gamall og kom við sögu í átta leikjum í Lengjudeildinni. Hann skoraði sitt fyrsta mark í sigri á Selfossi í júlí.

Sindri er sextán ára gamall og þreytti frumraun sína í meistaraflokki í sumar. Hann spilaði sex leiki í deildinni og skoraði sitt fyrsta mark þegar Afturelding lagði Vestra í Mjólkurbikarnum.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner